28.11.2006 | 13:38
Nánar um SPES
SPES er hugsjónafélag sem hefur að kjörorði Sá sem bjargar einu barni bjargar mannkyninu. Af því leiðir að allt stjórnarstarf er unnið í sjálfboðavinnu. Skrifstofu- og umsýslukostnaður er enginn. Beinn kostnaður er svo lítill að hann er innan við eitt prósent.
Þegar stjórnarmenn ferðast til Togo gera þeir það fyrir eigin reikning. Allt fé sem berst rennur því beint til barnanna og til byggingarfram-kvæmda.
Stefna SPES er að koma upp og reka heimili fyrir munaðarlaus börn í þróunarlöndum. Við leggjum áherslu á að það sé heimili en ekki stofnun. Börnin eiga að haga lífi sínu eins eðlilega og kostur er. Því er greitt fyrir leikskólapláss fyrir yngstu börnin og hin eldri ganga í almennan skóla í hverfinu.
Öll börnin eru á framfæri SPES til 18 ára aldurs amk. og vonast er til að þau geti fengið þá menntun sem hugur þeirra og geta stendur til.
Það kostar 77 evrur á mánuði að styrkja eitt barn.
Þegar stjórnarmenn ferðast til Togo gera þeir það fyrir eigin reikning. Allt fé sem berst rennur því beint til barnanna og til byggingarfram-kvæmda.
Stefna SPES er að koma upp og reka heimili fyrir munaðarlaus börn í þróunarlöndum. Við leggjum áherslu á að það sé heimili en ekki stofnun. Börnin eiga að haga lífi sínu eins eðlilega og kostur er. Því er greitt fyrir leikskólapláss fyrir yngstu börnin og hin eldri ganga í almennan skóla í hverfinu.
Öll börnin eru á framfæri SPES til 18 ára aldurs amk. og vonast er til að þau geti fengið þá menntun sem hugur þeirra og geta stendur til.
Það kostar 77 evrur á mánuði að styrkja eitt barn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.